Monday, May 31, 2010

I'm a Dreamer

Ég var á Facebook núna áðan í tilefni af því að vera kominn í 4 daga vinnufrí og datt dálítið í hug þegar ég las og var að kommenta við status. Ég var að líkja draumum við crazy næturvaktir þegar ég fattaði eitt. Mig hefur aldrei dreymt draum þar sem ég var bara sitjandi og að gera sem minnst. Þegar ég hugsa út í það þá hef ég aldrei verið rólegur í draumi.

Ég hef verið sérsveitarmaður í þyrlu eins og maður sér í Víetnam-stríðsmyndum að reyna berjast við flúgjandi risaeðlur í einhverjum draumaheimi þar sem Jurassic Park braust raunverulega út og risaeðlur og menn berjast um yfirráð í heiminum. Í öðrum draumi hef ég verið yfirkokkur í kolklikkuðu eldhúsi á veitingastað þegar Jókerinn (ekki Heath Ledger, þetta var fyrir hans tíð) brýst skyndilega inn og reynir að drepa mig. Hann breytist m.a. í dverg með trúðahár og langt nef (sjúklega creepy draumur) meðan hann eltir mig. Ég hef verið eina mannveran í skóla þar sem allir eru vampírur og vilja breyta mér í eina slíka.

Ég hef aldrei í draumi bara setið og lesið bók eða starað út í loftið eða farið í rólegan göngutúr.

Kannski man ég bara ekki eftir slíkum draumum. Eftirminnilegu draumar mínir eru annað hvort uppfullir af snilld og spennu eða hryllilegir (leiðinlegt hvað maður man stundum vel eftir martröðum). Það gæti verið að rólegu draumarnir falla í gleymsku áður en þú opnar augun eftir nótt þar sem þú gerðir lítið meira spennandi í draumnum en að geispa.

Það hlýtur samt að hafa gerst að mann dreymi leiðinlegan draum. Mig dreymdi eitt sinn að ég hefði vaknað og farið í skólann og svo farið á æfingu og svo farið heim að sofa. Þegar ég vaknaði hélt ég að það væri laugardagur þó að föstudagurinn blasti við.

Ég ætla að biðja fólk að svara þessu fyrir mig...Hefur þig einhvern dreymt leiðinlegan draum?

Lag dagsins: Dog Days Are Over eftir Florence + The Machine Erlendur félagi minn benti mér á þessa hljómsveit og ég er að fíla hana (rosalega trippað myndband, samt)

Tilvitnun dagsin: "I'm sick of following my dreams. I'm just going to ask them where they're going and hook up with them later." - Mitch Hedberg (frábær uppistandari, RIP)

Síða dagsins: Random spjallborð 4chan.org (þetta er eins og bílslys, svo hryllilegt að þú vilt líta frá, en þú getur það ekki einhver veginn)

- Draumgengill með meiru, Helgi

No comments: