Ég var á Facebook núna áðan í tilefni af því að vera kominn í 4 daga vinnufrí og datt dálítið í hug þegar ég las og var að kommenta við status. Ég var að líkja draumum við crazy næturvaktir þegar ég fattaði eitt. Mig hefur aldrei dreymt draum þar sem ég var bara sitjandi og að gera sem minnst. Þegar ég hugsa út í það þá hef ég aldrei verið rólegur í draumi.
Ég hef verið sérsveitarmaður í þyrlu eins og maður sér í Víetnam-stríðsmyndum að reyna berjast við flúgjandi risaeðlur í einhverjum draumaheimi þar sem Jurassic Park braust raunverulega út og risaeðlur og menn berjast um yfirráð í heiminum. Í öðrum draumi hef ég verið yfirkokkur í kolklikkuðu eldhúsi á veitingastað þegar Jókerinn (ekki Heath Ledger, þetta var fyrir hans tíð) brýst skyndilega inn og reynir að drepa mig. Hann breytist m.a. í dverg með trúðahár og langt nef (sjúklega creepy draumur) meðan hann eltir mig. Ég hef verið eina mannveran í skóla þar sem allir eru vampírur og vilja breyta mér í eina slíka.
Ég hef aldrei í draumi bara setið og lesið bók eða starað út í loftið eða farið í rólegan göngutúr.
Kannski man ég bara ekki eftir slíkum draumum. Eftirminnilegu draumar mínir eru annað hvort uppfullir af snilld og spennu eða hryllilegir (leiðinlegt hvað maður man stundum vel eftir martröðum). Það gæti verið að rólegu draumarnir falla í gleymsku áður en þú opnar augun eftir nótt þar sem þú gerðir lítið meira spennandi í draumnum en að geispa.
Það hlýtur samt að hafa gerst að mann dreymi leiðinlegan draum. Mig dreymdi eitt sinn að ég hefði vaknað og farið í skólann og svo farið á æfingu og svo farið heim að sofa. Þegar ég vaknaði hélt ég að það væri laugardagur þó að föstudagurinn blasti við.
Ég ætla að biðja fólk að svara þessu fyrir mig...Hefur þig einhvern dreymt leiðinlegan draum?
Lag dagsins: Dog Days Are Over eftir Florence + The Machine Erlendur félagi minn benti mér á þessa hljómsveit og ég er að fíla hana (rosalega trippað myndband, samt)
Tilvitnun dagsin: "I'm sick of following my dreams. I'm just going to ask them where they're going and hook up with them later." - Mitch Hedberg (frábær uppistandari, RIP)
Síða dagsins: Random spjallborð 4chan.org (þetta er eins og bílslys, svo hryllilegt að þú vilt líta frá, en þú getur það ekki einhver veginn)
- Draumgengill með meiru, Helgi
Monday, May 31, 2010
Tuesday, May 11, 2010
Freedom....sort of.....
Ég er fluttur af Vatninu. Búinn í prófum, búinn að þrífa herbergið og flytja úr því. Ég hélt að ég myndi sakna Laugarvatns en svo sá ég allar helvítis mýflugurnar og varð pínulítið sáttari við að ég yrði ekki þar yfir sumarið.
Búinn að fá úr Sund, skyndihjálp og björgun. 7 er ekki amaleg einkunn, ekki miðað við að ég kunni varla rétt sundtök í flestum sundunum fyrr í vetur.
Nú tekur við sjálfboðavinna hjá Vinstri grænum í Kópavogi þar til ég byrja að vinna á Landspítalanum seinna í maí. Ég er orðinn skrifstofublók og finnst það skemmtileg tilbreyting, hef aldrei prufað slíkt áður. Aðstoðarmaður kosningastýru er starfsheitið sem ég hef gefið sjálfum mér. Er á degi 2 og hef nú þegar bjargað komandi blaði VG í Kópavogi, Kópnum, og sótt helling af kaffi og erindast út um allar trissur.
Þarf samt að redda afmælisgjöf handa Hjalta litla bróður. Hvað gefur maður 18 ára Verzling sem stundar körfubolta og ætlar út til Þýskalands í tvo mánuði í haust? Hmm......
Læt þetta duga í bili, ætla taka mér frí núna eftir hádegi og erindast og hitta félaga í tilefni sumarfrís.
Lag dagsins: Freedom eftir George Michael
Tilvitnun dagsins: "I am desperately trying to figure out why Kamikaze pilots wore helmets." - Dave Edison
Síða dagsins: iGoogle.com (góð upphafssíða þar sem þú getur sett allt sem þú vilt sjá online á eina síðu)
Gervi-gleraugnaglámur, Helgi
Búinn að fá úr Sund, skyndihjálp og björgun. 7 er ekki amaleg einkunn, ekki miðað við að ég kunni varla rétt sundtök í flestum sundunum fyrr í vetur.
Nú tekur við sjálfboðavinna hjá Vinstri grænum í Kópavogi þar til ég byrja að vinna á Landspítalanum seinna í maí. Ég er orðinn skrifstofublók og finnst það skemmtileg tilbreyting, hef aldrei prufað slíkt áður. Aðstoðarmaður kosningastýru er starfsheitið sem ég hef gefið sjálfum mér. Er á degi 2 og hef nú þegar bjargað komandi blaði VG í Kópavogi, Kópnum, og sótt helling af kaffi og erindast út um allar trissur.
Þarf samt að redda afmælisgjöf handa Hjalta litla bróður. Hvað gefur maður 18 ára Verzling sem stundar körfubolta og ætlar út til Þýskalands í tvo mánuði í haust? Hmm......
Læt þetta duga í bili, ætla taka mér frí núna eftir hádegi og erindast og hitta félaga í tilefni sumarfrís.
Lag dagsins: Freedom eftir George Michael
Tilvitnun dagsins: "I am desperately trying to figure out why Kamikaze pilots wore helmets." - Dave Edison
Síða dagsins: iGoogle.com (góð upphafssíða þar sem þú getur sett allt sem þú vilt sjá online á eina síðu)
Gervi-gleraugnaglámur, Helgi
Tuesday, May 4, 2010
Elska veðrið
Dagurinn í dag var upp og niður. Ég fór í 4 tíma próf um morguninn í Vexti og þroska barna og unglinga. Margar sérstakar spurningar (fannst þær sumar svo huglægar) og ég tók mér alveg 3 og hálfan tíma í að svara öllu. Held ég nái þessu þægilega, bara.
Strax eftir prófið var ráðist í það að þrífa eldhúsið fyrir sumarið (fyrst allir á fyrsta ári voru á svæðinu). Það verða nokkrir sem nota eldhúsið áður en við skilum því, en nú hefur það verið tekið rækilega í gegn og allt héðan verður auðþrifið ef þess gerist þörf. Eins og vanalega lentu mestu þrifin á ákveðnu fólki á meðan að sumir svikust undan (allavega framan af). Það versta var hve frábært veðrið var einmitt meðan við þrifum eldhúsið. Glampandi sól og dúnalogn og allir að stikna inni í eldhúsi að pússa allt og þrífa. Það kláraðist þó að lokum og á sama tíma brá ský fyrir sólu. Ég sver það, stundum finnst mér eins og íslenskt veður er aðeins hægt að fylgjast með, aldrei njóta.
Eftir þrifin fór ég og sótti nýju íþróttafötin mín sérmerkt íþróttafræði HÍ. Mjög flott (og þægileg, í þokkabót). Fór í þau glæný og hrein eftir ræktina og sundsprett. Kvartbuxur eru eitthvað nýtt fyrir mig en ég er að fíla þau.
Mér fannst ég eiga skilið smá verðlaun eftir allt þetta erfiði (og ég nennti ekki að elda) þannig að ég fór í Tjaldmiðstöðina að fá mér hamborgara með Stefaníu og Helenu. Maturinn var í meðallagi en það var sama, ég var bara svo sáttur við að þurfa ekki að elda.
Ég var samferða Helenu heim og fór einhvern veginn að því að koma óboðinn í afmælisveislu hjá Kollu. Fékk tertu og kaffi og lenti á skemmtilegu spjalli.
Ein umræðan sem fór fram var ADD (Attention Deficit Disorder) eða athyglisbrestur á íslensku. Kolla var með talsverða þekkingu á þessu og núna er ég nánast hárviss um að ég hafi ADD. Ég þori samt ekki að láta greina mig því að það kostar víst 70 þ. krónur og mér liggur ekki svo mikið á að komast að því að ég hafi hálfpartinn afsökun fyrir því að hlusta ekki á fólk.
Eftir kaffi/afmælisboðið kíkti ég í heimsókn til Önnu Hildar. Hún er búin með prófin sín (var bara að taka Vöxt og þroska barna og unglinga þessa önn) og á leiðinni heim í sumar. Ég og Anna Hildur fórum að hanga saman eftir að við unnum saman að fyrirlestri fyrir málstofu og mér þykir einstaklega leiðinlegt að við fórum ekki að hanga saman fyrr. Það er rosalega gaman að spjalla við hana um allt milli himins og jarðar.
Þegar ég yfirgaf íbúðina hennar leið mér eins og ég væri í Bandaríkjunum. Það er ennþá logn úti og nokkuð hlýtt en það sem gerir þetta veður svona bandarískt er rakinn í loftinu. Það er léttur úði úti og rosalega rakt svo að ég finn lyktina af nýsprottna grasinu hér á Vatninu. Grasið er að grænka, fuglarnir farnir að syngja og það er loks að hlýna.
Ég vildi að ég gæti verið hérna á Vatninu um sumarið, það er ábyggilega frábært.
Lag dagsins: Loser eftir Switchfoot (merkilegt hvað ég fíla þessa hljómsveit þrátt fyrir hve mikið christian music þetta er)
Tilvitnun dagsins: Öflugur boðskapur (höfundur óþekktur)
Síða dagsins: Ég hló... :D
-Rakur eins og heitur sumardagur í Bandaríkjunum, Helgi
Strax eftir prófið var ráðist í það að þrífa eldhúsið fyrir sumarið (fyrst allir á fyrsta ári voru á svæðinu). Það verða nokkrir sem nota eldhúsið áður en við skilum því, en nú hefur það verið tekið rækilega í gegn og allt héðan verður auðþrifið ef þess gerist þörf. Eins og vanalega lentu mestu þrifin á ákveðnu fólki á meðan að sumir svikust undan (allavega framan af). Það versta var hve frábært veðrið var einmitt meðan við þrifum eldhúsið. Glampandi sól og dúnalogn og allir að stikna inni í eldhúsi að pússa allt og þrífa. Það kláraðist þó að lokum og á sama tíma brá ský fyrir sólu. Ég sver það, stundum finnst mér eins og íslenskt veður er aðeins hægt að fylgjast með, aldrei njóta.
Eftir þrifin fór ég og sótti nýju íþróttafötin mín sérmerkt íþróttafræði HÍ. Mjög flott (og þægileg, í þokkabót). Fór í þau glæný og hrein eftir ræktina og sundsprett. Kvartbuxur eru eitthvað nýtt fyrir mig en ég er að fíla þau.
Mér fannst ég eiga skilið smá verðlaun eftir allt þetta erfiði (og ég nennti ekki að elda) þannig að ég fór í Tjaldmiðstöðina að fá mér hamborgara með Stefaníu og Helenu. Maturinn var í meðallagi en það var sama, ég var bara svo sáttur við að þurfa ekki að elda.
Ég var samferða Helenu heim og fór einhvern veginn að því að koma óboðinn í afmælisveislu hjá Kollu. Fékk tertu og kaffi og lenti á skemmtilegu spjalli.
Ein umræðan sem fór fram var ADD (Attention Deficit Disorder) eða athyglisbrestur á íslensku. Kolla var með talsverða þekkingu á þessu og núna er ég nánast hárviss um að ég hafi ADD. Ég þori samt ekki að láta greina mig því að það kostar víst 70 þ. krónur og mér liggur ekki svo mikið á að komast að því að ég hafi hálfpartinn afsökun fyrir því að hlusta ekki á fólk.
Eftir kaffi/afmælisboðið kíkti ég í heimsókn til Önnu Hildar. Hún er búin með prófin sín (var bara að taka Vöxt og þroska barna og unglinga þessa önn) og á leiðinni heim í sumar. Ég og Anna Hildur fórum að hanga saman eftir að við unnum saman að fyrirlestri fyrir málstofu og mér þykir einstaklega leiðinlegt að við fórum ekki að hanga saman fyrr. Það er rosalega gaman að spjalla við hana um allt milli himins og jarðar.
Þegar ég yfirgaf íbúðina hennar leið mér eins og ég væri í Bandaríkjunum. Það er ennþá logn úti og nokkuð hlýtt en það sem gerir þetta veður svona bandarískt er rakinn í loftinu. Það er léttur úði úti og rosalega rakt svo að ég finn lyktina af nýsprottna grasinu hér á Vatninu. Grasið er að grænka, fuglarnir farnir að syngja og það er loks að hlýna.
Ég vildi að ég gæti verið hérna á Vatninu um sumarið, það er ábyggilega frábært.
Lag dagsins: Loser eftir Switchfoot (merkilegt hvað ég fíla þessa hljómsveit þrátt fyrir hve mikið christian music þetta er)
Tilvitnun dagsins: Öflugur boðskapur (höfundur óþekktur)
Síða dagsins: Ég hló... :D
-Rakur eins og heitur sumardagur í Bandaríkjunum, Helgi
Subscribe to:
Posts (Atom)