Svefn er fyrir hina veiklyndu. Ég fæ alltaf bestu hugmyndirnar mínar rétt áður en að svefninn tekur mig og svo man ég ekkert af því daginn eftir. "Hey, djöfull væri sniðugt að fara að gera ______ og ________ á næstunni." Svo get ég aldrei munað þessar ótrúlegu hugmyndir morguninn eftir. Bögg ofan á bögg. Svefninn er ósigrandi, ekki ólíkt dauðanum. Munurinn er sá að dauðinn kemur aðeins einu sinni, en svefninn ber að dyrum daglega. Jæja, best að reyna sofa meira. If you can't beat 'em, join 'em.
Ég sá stelpu klædda í svartan plastpoka í dag. Er þetta tískan í dag? Allt í lagi, þetta var ekki í alvörunni ruslapoki, en peysan hennar leit svoleiðis út. Tískan er skrítinn. Það fyndna er að ég get ekki sagt að hún sé tilgangslaus. Málið með tísku (eftir því sem mér skilst) er að það/þau efni sem nóg er til af á ákveðnu tímabili er í tísku. Þetta er til þess að jafna út jafnvægið á markaðnum, held ég. Endilega leiðréttið mig ef að ég fer með vitlaust mál.
Ég er skrítinn. Eitt af því fyrsta sem að ég geri þegar að ég hitti stelpur er að meta þær sem hugsanlegar kærustur. Nánast hvaða stelpa sem að ég hitti er metin út frá persónuleika, húmor og útliti. Ég geri þetta án þess að hugsa um það og fæ svo samviskubit or sum'. Get ég ekki bara hitt stelpu og kynnst henni sem einstakling án þess að vera hugsa hvort ég eigi "séns" í hana? Blöh...
Mig vantar félaga með mér í ræktina til að sjá til þess að ég mæti og geri allt. Svo er líka alltaf gotta að fá smá stuðning þegar maður er á þriðja settinu og að deyja. Þeir/þær sem að eru í Nautilus, endilega hafið samband.
Kv. Helgi
P.S: Fyrirgefið hvað þetta blogg er eitthvað á reiki, skrifaði það yfir viku tíma, var alltaf að geyma að setja þetta á síðuna.
Tilvitnun dagsins: "What I want is to be needed. What I need is to be indispensable to somebody. Who I need is somebody that will eat up all my free time, my ego, my attention. Somebody addicted to me. A mutual addiction." -Chuck Palahniuk
(I'm sappy, so sue me)
Lag dagsins: Vertu ekki að plata mig eftir HLH og Siggu Beinteins, "Komdu með, ég vil þig" lagið. Frábært íslenskt dægurlag.
Aukapunktur dagsins: Attention shoppers, attention shoppers....Kevin Smith is a friggin' genius. That is all.
Afternoon delight
1 comment:
Gaman að vita að ég er ekki sú eina sem er constantly með Afternoon Delight á heilanum.
This song is about daytime lovemaking.
The naughty type.
Post a Comment