Tuesday, May 22, 2007

Massa sumar

Sumarfríið er byrjað þar sem ég var að fá úr einkunnunum mínum og ég náði önninni og á bara 16 einingar eftir til stúdentsprófs. Sjibbí! Allur kjarni búinn (nema bókmenntasaga Íslands frá 1900 til núna, öðru nafni Íslenska 503). Þýska: BÚIN! Á bara eftir nokkrar einingar á kjörsviði og þá er þetta komið. Þá tekur lífið við (eða eitthvað...).

Kosningar voru tæknilegur sigur (að mínu mati) fyrir Vinstri Græna. Við fórum úr 5 þingmönnum í 9 og sýndum þar með 80% aukningu á þingi, sem er snilld. Við náðum hins vegar ekki að komast í meirihlutastjórn og nú ætla Ingibjörg og Geir að sængja saman næstu 4 árin. Ingibjörg sagðist vilja vinstristjórn en mér fannst hún heldur róleg á meðan að Geir og Jón spjölluðu saman. Er möguleiki á að hún hafi fengið "tip" frá Geira góðæri? Ég spyr.

Ég er byrjaður að vinna hjá Vatnsveitu Kópavogs (held að hún heiti það, allavega) og er núna að stressa mig yfir Megaviku Domino's. Vinn öll kvöld nema fimmtudagskvöldið. ég er þá að vinna þrjá 14 stunda vinnudegi í vikunni og slatta hina dagana. Það þýðir að ég verð dauður um sama leyti í næstu viku. Guð sé lof fyrir partýkvöld í boði Domino's eftir Megaviku.

Ég veit enn ekki almennilega hvað ég vil gera við mig eftir framhaldsskóla en það er svo gott að geta unnið og leitt hugann frá svoleiðis pælingum. Það er líka svo gott að geta komið ferskur aftur að svoleiðis pælingum eftir fullan vinnudag (eða viku).

Blogga meira seinna.

Kv. Helgi

-Shit happens-
Freud: "Shit is a phallic symbol"
Lawyer: "For enough money, I can get you out of shit"
Accupuncturist: "Hold still or this will hurt like shit."

4 comments:

Unknown said...

Já, skelltu þér í Háskóla eftir stúdentinn. Ég tek ekki 100% nám (strax allavega) til þess að fá aðeins að pústa, slaka á, vinna og njóta lífsins með náminu.

Hlakka til að fá símtalið þegar þú segir "Kæri Gunnarr, þér er boðið í partýið sem ég talaði um á blogginu mínu."

helgihelgi said...

því miður, elsku karlinn, en þetta er employees only ;)

Grétar Rassmuss said...

Já, og Gunnar, þú verður að vera yfir 170 á hæð til að komast inn Því miður

helgihelgi said...

Jább, það er víst líka inntökuskilyrði....ætli Halldór komist inn? :P