Tuesday, December 16, 2008

Mestur og bestur...?

Ég veit ekki afhverju ég fór að pæla í þessu, en er hægt að vera bestur í heimi á öllum minni svæðum? Hljómar asnalega, en hlustið á þetta....

Segjum að ég sé bestur í því að flauta, sem dæmi. Ég, Helgi Hrafn, er besti flautari í heimi. Er ég þar með bestur á öllum minni svæðum? Ef að Leirmundur Zóphónías er besti flautari á Akureyri er það ekki einfaldlega vegna þess að ég, sá besti í heimi, er ekki þar? Hvað ef ég fer þar í gegn á einhverri heimsreisu? Er Leirmundur ekki lengur besti flautarinn á Akureyri meðan ég er þar eða verður hann þaðan af ekkert nema sæmilegur vegna þess að ég átti leið hjá Akureyri?

Ég er örugglega besti flautari í Kópavogi þar sem að ég er þaðan, og sömuleiðis á öllu höfuðborgarsvæðinu. En hvað með einhvern sem gefur sig út fyrir að vera besta flautara Hafnarfjarðar? Hann lýgur því örugglega ekki, en ef ég færi til Hafnarfjarðar væri ég bestur.

Þessi hugleiðing var í boði Helga, svefnleysis og almenns fíflaháttar.

Besti flautari í heimi,
Helgi Hrafn

No comments: