Datt niður á skemmtilega grein á netinu núna áðan þar sem mjög áhugaverðari spurningu er svarað: Ef að ég á 2 foreldra, 2 afa og 2 ömmur, 4 langaafa og 4 langaömmur og þannig séð milljarða ættingja 30 kynslóðir í fortíðinni, afhverju var ekki það mikið fólk til 1000 árum f.Kr?
Svarið? Því að ef að þú ferð nógu langt aftur í ættartrénu fer það að mynda demant. Sifjaspell er algengara en þið haldið. Lesið greinina ef þið nennið, en hún segir basically að með tilliti til tvífara í ættartrénu (þ.e.a.s. ef þú eignast barn með systur þinni þá á það 2 afa og 2 ömmur á ættartrénu, þau eru bara sömu einstaklingarnir) þá gengur minni fjöldi alveg upp.
Þetta fannst mér samt skemmtileg tala: Sumir ættfræðingar telja að allir jarðarbúar séu 50-menningar. Öll erum við Megas...
Næstum-því-prófloka-fagnari,
Helgi Hrafn
No comments:
Post a Comment