Ég sá um daginn tröllkarl í gervi lögregluþjóns. Hann var 210 cm hár (alveg örugglega), 120 kg (að mér sýndist) og hann var frekar ógnvekjandi (fannst mér). Ég ætla að reyna að brjóta aldrei af mér því það væri svo hryllilegt að vera tekinn af þessari löggu. Ég sá hann beygja sig nokkrum sinnum til að komast gegnum dyr. Svo til að fullkomna allt þetta var lögregluþjónninn með honum 175 cm á hæð sem gerði það að verkum að þeir tveir minntu helst á Shrek og Donkey (þó að minni löggan var ekki með framstæðar tennur né hárugur). Gaman að því.
Við reglubundið vafr um netið fann ég nokkuð sem mér fannst ósmekklegt og heimskt og óviðeigandi en það kom mér á óvart að mér hafði ekki dottið í hug að þetta kæmi upp fyrr eða síðar. Mér skilst að það sé til barmmerki sem mælir móti Obama í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart, en það sem stendur á barmmerkinu er ótrúlegt: "If Obama is President ... will we still call it The White House?" ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR?!?!?!?!
Við svona komment missi ég trúna á stjórnmál. Sá sem hefur gert þetta merki er að reyna ná til rasista. Ég meina, bara svona til að svara þessu þá er Obama ekki einu sinni almennilega svartur. Það er hvort er kjaftæði að pæla í því. Halda rasistar í alvörunni að þeir sem eru ekki hvítir séu ekki starfinu hæfir? Fólk er ekki lengur að pæla í pólitíkinni. Síðasti forseti Bandaríkjanna var kosinn af flestum því að hann var "maður fólksins" og með hjartað á réttum stað. Svo kom í ljós að hann var ekkert almennilega góður forseti því allt fór til fjandans hjá honum. Efnahagurinn í rúst, utanríkisstefnan ekkert til að hrópa húrra fyrir og kannanir sýna að færra og færra treystir honum. Svona gerist þegar fólk kýs eftir hjartanu en ekki heilanum. Málefnin eiga að vera málið, ekki hörundslitur frambjóðandanna.
Ætlaði að skrifa eitthvað meira en man allt í einu ekki um hvað.
Kv.Helgi
No comments:
Post a Comment