Sunday, April 13, 2008

Bloodgroup er best!

Stjórnmálaskóli UVG á höfuðborgarsvæðinu fór alveg rosalega vel fram og allir skemmtu sér og þetta var fræðandi og við náðum að ljúka skólanum á réttum tíma (5 min. fyrr, m.a.s.). Ögmundur Jónasson var með fína framsögu, Katrín Jakobs og Elías Guðjónsson fóru vel yfir stefnumálin, Kristján Ketill og Þórhildur voru flott á því með fyrirlestur um fundarsköp og almenn skrílslæti og Brynja, formaður UVGR, lauk skólanum með mjög góðri ræðu.

Um kvöldið hittumst við í UVG í Friðarhúsinu og fórum þar í Pöbb quiz. Mjög gaman og allt frábært. Svo fór hópur af galvöskum ungliðum á Organ því Þórhildur hafði bent okkur á að þar væri Bloodgroup að halda tónleika. Ég hafði aldrei áður heyrt minnst á hana, en Þórhildur hefur góðan smekk á tónlist og ég ákvað að fara með. Við mættum kát og hress og ég komst þá að því að stelpa sem ég þekkti lauslega úr UVG starfinu, Lilja, væri söngvari í Bloodgroup. Þetta er hress og skemmtileg stelpa sem er þó oftast róleg. Þegar hún hins vegar steig á sviðið þá varð hún að annarri manneskju. Hún var brjáluð og dansaði og söng eins og hún ætti ekki von á morgundeginum (ætli ég geti tekið svona til orða?). Hún breyttist úr sætri kisu í villt tígrisdýr.

Tónlistin var fáranlega góð. Bassinn var svo sterkur að maður heyrði hann í hausnum. Hljóðið dróg þig inn og sleppti ekki af þér takinu. Ég komst í hálfgerðan trans. "Moving Like A Tiger" var real-life lýsing á fólkinu á dansgólfinu. "Ain't Easy" sagði allt sem segja þurfti. Ég hef ekki dansað svona hart í allt of langan tíma. Ég hef heldur ekki verið svona þreyttur í allt of langan tíma. Vá.

Ég mæli hiklaust með Bloodgroup, þau eru svo flott að ég finn ekki nógu stórt og svalt lýsingarorð fyrir þau. Farið á tónleika með þeim, kaupið diskinn og verið viss um að hafa vatn og rúm við höndina eftir á, þið eigið eftir að ganga frá ykkur í dans-transi.

Hér lýkur færslunni.

Kv.Helgi

P.S: Ef það skyldi ekki hafa skinið í gegn í færslunni: BLOODGROUP ROKKAR!

Friday, April 11, 2008

Merkingar

Mig dreymdi í gær að ég hefði fundið íbúfen sem ég týndi um daginn. Í morgun þegar ég leit svo í vasann minn þá var íbúfenið ekki þar.

Hvers konar draumur er þetta? Suma dreymir að þau séu að fljúga, aðra að þau séu í einhverju ævintýri og suma dreymir framtíðina (að þeirra sögn *bullshit*). Mig dreymir að ég finni íbúfen sem ég týndi. Ég held að ég gæti ekki hugsað mér óáhugaverðari draum. Stundum hefur mig dreymt venjulegan mánudag í lífi mínu og vaknað og haldið að það væri kominn þriðjudag. Það er samt áhugaverðara en þetta með íbúfenið.

Ég kann ekki að ráða drauma og hef aldrei haft neina trú á því. Þegar þig dreymir að þú sért að fljúga þá máttu eiga von á mikilli peningalukku á næstunni eða eitthvað slíkt. Þetta er kjaftæði. Allir eru ólíkir. Það sem það þýðir fyrir einn einstakling að fljúga getur haft allt aðra merkingu hjá öðrum.

Draumar eru ekkert nema heilinn þinn að flokka upplýsingar dagsins. Undirmeðvitund þín er ekki skyggn og getur ekki séð fyrir atburði dagsins.

Þó að ég trúi ekki á þetta þá lenti ég í fyrsta skipti í deja vú fyrir stuttu. Um daginn var ég að hjálpa til við að rýma kjallara og rétti rauðhærðri stelpu tvær málningardósir. Um leið og ég gerði þetta fékk ég á tilfinningunni að þetta hefði gerst áður. Ég veit ekki hvort það hefur gerst áður eða hvort mig dreymdi þetta. Þetta var alveg rosalega fríkað.

Það þarf ekki að vera merking á bak við allt. Sumt gerist bara og sumir þýða það bara að þig langi í íbúfen.

Kv. Helgi

Webcomic dagsins: Shortpacked (fyndin inn á milli)

Tuesday, April 8, 2008

Stjórnmálaskóli UVG á höfuðborgarsvæðinu

Stjórnmálaskóli Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn klukkan 11:00 laugardaginn 12.apríl í húsakynnum Vinstri grænna í Hamraborg 1-3 í Kópavogi.

Í „skólanum“ verður boðið upp á fræðslu og umræðu fyrir ungt fólk um róttæk stjórnmál, umhverfisvernd og femínisma. Skólinn er opinn öllum hefst klukkan ellefu árdegis og lýkur upp úr þrjú síðdegis.

Dagskrá
  • Saga og stofnun VG
    • Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, flytur erindi og leiðir umræður í kjölfarið.
  • Hádegishlé
    • Hádegisverður í boði UVG fyrir svanga „nemendur“.
  • Stefna VG og UVG
    • Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG og Elías Jón Guðjónsson varaformaður UVG kynna stefnu VG og UVG og leiða í kjölfarið umræður.
  • Fundir og mótmæli
    • Kristján Ketill Stefánsson og Þórhildur Halla Jónsdóttir fjalla um allt frá fundarsköpum til mótmæla.
  • Ungt fólk í stjórnmálum
    • Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, segir frá sinni aðkomu og ungs fólks almennt að stjórnmálum.

Um kvöldið verður róttæk, friðsöm, umhverfisvæn og femínisk skemmtun.

Skilaboð frá Helga: "Mætið, ellegar ég drep ykkur..."

Helgi elskar netið

Ég elska internetið vegna þess að það gerir mönnum kleift að deila hæfileikum sínum með öðrum. Fullkomið dæmi um það eru þessir tveir snillingar:



Ég er hugsanlega ekki brotinn, kemst að því núna á miðvikudaginn.

Tuesday, April 1, 2008

Well, fuck....

Ég er brotinn. Aftur.
Kominn í gips. Aftur.
Ég hata líf mitt. Aftur.

Þetta er svo grátlegt að ég get ekki annað en gert grín að þessu. Ég var að gantast og nánast daðra við hjúkrunarfræðinginn sem var að setja gipsið á mig, ég var svo ligeglad. Mér er ómögulegt að taka þetta alvarlega í kvöld.

Læt heyra í mér bráðum. Fokk ðis, farinn að sofa.