Wednesday, September 19, 2007

Heilinn minn er að springa.....

Engar áhyggjur, þetta er ekkert hættulegt, en ég bara finn fyrir heilanum allt í einu og það er pínku sárt.

Ég var að enda við að lesa röksemdafærslu Platóns um frummyndir, eða ég held það allavega. Ég las viðræður hans við einhvern Glaucon þar sem að hann setur upp dæmi. Menn eru hlekkjaðir inn í helli sem hefur op út í sólarljósið. Þeir eru allir hlekkjaðir svo að þeir geti ekki snúið höfðinu eða farið neitt, þeir geta aðeins séð skuggamyndir sínar sem varpast á vegginn sökum ljóssins og báls í miðjum hellinum.

*Pása*
eru allir enn með á nótunum? Virkar flókið, en þetta er snilld.
*Pásu lýkur*

Ef að þessir menn hafa alltaf verið svona þá getur ekki annað verið en að þeir gangi að því vísu að skuggarnir séu þeir sjálfir og að hreyfingar í skuggunum sem að þeir valda ekki hljóti að vera aðrir einstaklingar. Þeir heyra í hvor öðrum og tengja raddirnar við þennan raunveruleika þeirra.

*Pása*
Þeir sem sagt alast upp við skuggamyndir og eftirmyndir sem að þeir álykta að séu þeir sjálfir og aðrir í þeirra heimi.
*Pásu lýkur*

Ef að einn þessarra yrði losaður og leyft að líta fyrir aftan sig og ganga út úr hellinum í ljósi yrði þetta mjög sársaukafull reynsla, í fyrstu. Svo, eftir þó nokkurn tíma hefði hann vanist ljósinu og sæi þá heiminn utan hellisins og sæi fegurð umheimsins, jörðina, sólina og tunglið og stjörnurnar.

Svo kæmi hann aftur í hellinn til að heimsækja vini sína (eða eitthvað, ég er aðeins að umorða þetta) og þó að hann sæi betur en hinir þyrfti hann að venjast myrkri hellisins og ætti erfitt með að tjá sig við hinu mennina vegna þess að skilningur hans er ekki lengur sambærilegur. Þeir sjá bara skugga á veggjum, en hann sér þá eins og þeir eru í raun. Þetta gæti valdið gremju frá nokkrum og hræðslu hjá öðrum og aðrir myndu einfaldlega telja hann brjálaðan.

Maðurinn sem slapp úr hellinum sér sem sagt frummyndirnar á meðan að mennirnir sjá bara eftirlíkingar og skugga. Það er minnst skemmtilega á þetta á vísindavef HÍ. Það vita allir hvað jöfnuður er, þó er ekkert til í heiminum sem er -*nákvæmlega*- jafnt efnislega. Við vitum hvað jöfnuður er því að við þekkjum jöfnuðar - jöfnuðinn sjálfan.

.....Stay with me......

Hann fer svo að tala um að upplýstir menn (líkt og hann?) verði að koma niður úr hásætum viskunnar og blanda sér í minni mentaðari hópanna, þannig haldist ríkið jafnt og ánægt. Þeir sjái betur en hinir, líkt og frjálsi maðurinn í hellinum, en þegar að augu þeirra venjist myrkrinu þá sjái þeirra margfalt betur en fangarnir.

Svo kemur hann með skemmtilega pælingu tengda hinu að þeir bestu í stjórnunarhlutverk eru þeir sem vilja ekkert með þau hafa. Þeir sem eru í raun ofhæfir séu bestir, því að þeir kæri sig í raun ekki um hlutverkið, þó að þeir vinni það vissulega vel. Þeir sem ásælast konungssætið eða hvað það nú er eru ekki jafn góðir. Þeir vilja stjórna af sjálfselskum ástæðum (frægð, frami, you name it) en hinir, hinir upplýstu, kæri sig ekki um að stjórna en gera það samt, því að þess er krafist af þeim. Meikar sens.

Meh, þetta var heldur hrá útskýring á þessu, en mér er sama, ég hef edit option-ið. Hahaha.

Kv. Helgi

(kannski þetta sé allt bara kjaftæði, þessi heimspeki...)

DÚNDUR-pæling dagsins:
Í lokin á þessu samtali fer Platón að taka dæmi af fyrstu frummyndunum, þær sem séu óbrjótanlegar og fullkomnari en allt. Hvernig getum við t.d. sannað að tölur (numbers) séu til? Ég stoppaði verulega á þessarri spurningu. Svör óskast.

Punktur dagsins:
Platón þoldi ekki málverk, hann sagði að þau væru "eftirmyndir eftirmynda" (í lausri þýðingu).

Lag dagsins (THE SEQUEL!):
Headspin eftir Lukas Rossi. Viðeigandi. Var aldrei almennilega sáttur við að hann hefði unnið, en ég tek hann í sátt út af þessu lagi. Mjög flott.

5 comments:

Bryndís said...

loksins skrifa ég komment. hef alltaf verið að pæla hvað maður ætti að skrifa hérna, en þú léttir þetta rosalega mikið með að koma með þennan heimspekitexta. Ég las akkurat þennan texta, eða eitthvað svipað, í Þýskalandi og voru hörku samræður um textann. Samt var hann útskýrður aðeins öðruvísi. En allavegana mér fannst textinn alveg rosalega skemmtilegur að lesa því maður sér hversu mikið Platon náði að hugsa langt. Hann kom með margt nýtt og var langt á undan sínum samtíðarmönnum.
Hvað með það, er hægt að sanna að tölur séu til?
Nei, þetta er bara ein önnur ímyndun í mönnunum, alveg eins og guðirnir sem mennirnir tilbiðja. Þetta er bara ein önnur trú. Þó að okkur finnist þær vera nokkuð áþreifanlegar eru þær bara heiti á einhverju magni sem við getum reiknað með fleiri ímynduðum tölum. Hvað er t.d. 150, 100+50 eða þá 70+80. Það er ekki hægt að sanna tölu með öðru en tölu. Hvað er guð, einhver sem stjórnar okkur og ræður hvort við komumst hans eftir dauðann.
Mér finnst að þetta sé nokkuð svipað. Bæði er ekki hægt að sanna nema með einhverju öðru sem er ósannanlegt. En það er svo margt sem við skiljum ekki og hvað þá tölur. Þær eru bara eitthvað sem við lærum að nota með allskonar reikningi til að finna eitthvað og sanna til að geta t.d. búið til eitthvað eða eitthvað annað.
Annað sem mér finnst rosalega áhugavert er að ef við trúum ekki á neitt þá trúum við á að trúa ekki, þannig að við trúum samt
(:P nokkuð gaman að skrifa þetta)
Það er hægt að rífa allt niður með spurningum, en það eru aðeins þeir hugrökkustu sem geta gert það því að þeir hræðast ekki að komast að því að vita ekki neitt :Þ.

vona að þetta hafi vakið fleiri spurningar

helgihelgi said...

Geggjað komment. Takk kærlega fyrir þetta. Keep it up! Lofa að kommenta hjá þér við tækifæri (eða þegar að ég læri þýsku).

Unknown said...

...yeah, I'm not even gonna try, really...

Alma Ósk said...

Sko, ég las þennan texta í hei103. Vissir þú að hugmyndin að kvikmyndinni Matrix er byggð á frummyndakenningu Platós... ef þú vissir það ekki, berðu myndina þá saman við kenninguna. ;)

(Gerðum ritgerð um þetta)

helgihelgi said...

gleymdi að minnast á það í blogginu, var einmitt að pæla í því