Fór að pæla í dýrkun nútímamannsins á ódauðleikanum um daginn. Það að deyja aldrei, eldast ekki og falla aldrei í gleymsku.
Allir í dag virðast sækjast eftir því. Fólk reynir að setja stimpilinn sinn á heiminn, eins og það ákvarði hamingju þeirra hve margir þekki þau og hve margir muni eftir þeim þegar þau loks deyja.
Ódauðleikinn fæst að mati sumra með því að komast í fjölmiðla eða sjónvarpið og svoleiðis. Hin umtalaða 15 mínútna frægð. Það að einhver segist hafa séð þig í sjónvarpinu. Að þú hafir verið flottur á imbanum og svoleiðis. Sumir pæla ekki einu sinni í því hvernig þeir komast í sjónvarpið. Ég heyrði í fréttum í dag af nýjum hollenskum raunveruleikaþætti þar sem að dauðvona kona ætlar að gefa einum af þremur nýrnasjúklingum nýrun sín. Hún mun velja þá eftir því hverjum þeirra henni líkar best við og þetta verður allt sjónvarpað. Þetta er sjúkt. Þetta er ekki þátttakendunum að kenna, þeir eru tilbúnir að gera hvað sem er fyrir nýra. Það eru framleiðendurnir sem eru að misnota örvæntingarfullt fólk. Ég vona að þeir fái allir nýrnasjúkdóma og þurfi að koma fram í svona þáttum sjálfir.
Aðrir sækjast eftir ódauðleika með fegrunaraðgerðum. Í mínum huga er ekkert óeðlilegt við það að stelpur farði sig (fyrir sig, ekki fyrir aðra) en lýtaaðgerðir og megrunarkúrar og fæðubótarefni er ekki málið. Lýtaaðgerðir eru kostnaðarsamar og í mínum ekki þess virði. Það er nokkuð augljóst hvað hefur gerst ef að amma kemur í heimsókn með nýjar túttur og fros-bros. Ég skal hins vegar halda mér saman ef að þú gerir þetta til þess að þér líði betur. Megrunarkúrar virka ekki. Jújú, ef að þú sveltir þig í nokkrar vikur muntu missa nokkur kíló en kílóin munu snúa aftur strax og megrunarkúrnum lýkur (og honum mun ljúka vegna þess að líkami þinn þarf mat og næringu). Betri hugmynd er að neita sér um eitthvað sem að þú þarfnast ekki eins og t.d. kex eða kökur eða gos og nammi. Fæðubótarefni eru sama mál. Þau er að mínu mati svindl. Þú átt að geta fengið allt sem þú þarfnast úr fæðunni þinni og vítamíntöflum (sem ég tel ekki vera fæðubótarefni). Viltu fá stærri vöðva? Lyftu og borðaðu rétt, ekki taka stera eða einhverjar bullshit vöðva-stækkandi töflur.
Enn aðrir gera eftirminnilega hluti til að upplifa ódauðleika. Sumir hafa eflaust gert það fyrir sjálfa sig en of margar gera það til þess eins að geta sagt öllum hvað þeir gerðu. "Ég kleif Everest" er vissulega mikið afrek. Sumir gera það til að reyna á sjálfa sig og til að sjá frá nýju sjónarhorni. Aðrir klífa fjallið og fara niður án þess að sjá útsýnið og segja öllum að þeir hafi klifið Everest. Hvor græðir meira á þessu?
Sá er heppinn sem er sama um álit annarra. Ég er ekki með þessu að hvetja fólk til að vera sjálfselskir hálfvitar, heldur að gera eitthvað til að vera góð/ur, ekki vegna álits eða gjafa annarra. Hjálpaðu systkini þínu með eitthvað því að þau þurfa hjálp þína, ekki til að eiga inni hjá þeim greiða síðar. Vaskaðu upp fyrir móður þína því að hún er móðir þín, ekki svo að hún gefi þér vasapening. Segðu þeim sem þú elskar að þú elskar hann/hana því að það er satt, ekki til þess að hann/hún segi "Ég elska þig líka" við þig.
Nú þykist ég ekki vera dýrlingur og hef fallið í margar (ef ekki allar) af ofangreindum gryfjum. Ég hef auglýst hvað ég hef gert í leit að aðdáun annarra. Ég hef hallað mér aftur í stól til að sjást í kosningarsjónvarpinu. Ég hef jafnvel sett smá concealer á vandræðalega bólu þegar ég var í grunnskóla. Ég vil hins vegar reyna að snúa við blaðinu og hætta þessu. Ég hvet alla sem lesa þetta til að reyna hið sama.
Heimaverkefni dagsins: Gerðu eitthvað rosalega gott og ósjálfselskt og segðu engum frá því.
Ykkur á eftir að líða vel eftir á. Ég lofa.
Kv. Helgi
-Shit happens-
Materialism: "Whoever dies with the most shit, wins"
Americanism: "Who gives a shit?"
Einstein: "Shit is relative"
Surrealism: "fish happens"
Monday, May 28, 2007
Tuesday, May 22, 2007
Massa sumar
Sumarfríið er byrjað þar sem ég var að fá úr einkunnunum mínum og ég náði önninni og á bara 16 einingar eftir til stúdentsprófs. Sjibbí! Allur kjarni búinn (nema bókmenntasaga Íslands frá 1900 til núna, öðru nafni Íslenska 503). Þýska: BÚIN! Á bara eftir nokkrar einingar á kjörsviði og þá er þetta komið. Þá tekur lífið við (eða eitthvað...).
Kosningar voru tæknilegur sigur (að mínu mati) fyrir Vinstri Græna. Við fórum úr 5 þingmönnum í 9 og sýndum þar með 80% aukningu á þingi, sem er snilld. Við náðum hins vegar ekki að komast í meirihlutastjórn og nú ætla Ingibjörg og Geir að sængja saman næstu 4 árin. Ingibjörg sagðist vilja vinstristjórn en mér fannst hún heldur róleg á meðan að Geir og Jón spjölluðu saman. Er möguleiki á að hún hafi fengið "tip" frá Geira góðæri? Ég spyr.
Ég er byrjaður að vinna hjá Vatnsveitu Kópavogs (held að hún heiti það, allavega) og er núna að stressa mig yfir Megaviku Domino's. Vinn öll kvöld nema fimmtudagskvöldið. ég er þá að vinna þrjá 14 stunda vinnudegi í vikunni og slatta hina dagana. Það þýðir að ég verð dauður um sama leyti í næstu viku. Guð sé lof fyrir partýkvöld í boði Domino's eftir Megaviku.
Ég veit enn ekki almennilega hvað ég vil gera við mig eftir framhaldsskóla en það er svo gott að geta unnið og leitt hugann frá svoleiðis pælingum. Það er líka svo gott að geta komið ferskur aftur að svoleiðis pælingum eftir fullan vinnudag (eða viku).
Blogga meira seinna.
Kv. Helgi
-Shit happens-
Freud: "Shit is a phallic symbol"
Lawyer: "For enough money, I can get you out of shit"
Accupuncturist: "Hold still or this will hurt like shit."
Kosningar voru tæknilegur sigur (að mínu mati) fyrir Vinstri Græna. Við fórum úr 5 þingmönnum í 9 og sýndum þar með 80% aukningu á þingi, sem er snilld. Við náðum hins vegar ekki að komast í meirihlutastjórn og nú ætla Ingibjörg og Geir að sængja saman næstu 4 árin. Ingibjörg sagðist vilja vinstristjórn en mér fannst hún heldur róleg á meðan að Geir og Jón spjölluðu saman. Er möguleiki á að hún hafi fengið "tip" frá Geira góðæri? Ég spyr.
Ég er byrjaður að vinna hjá Vatnsveitu Kópavogs (held að hún heiti það, allavega) og er núna að stressa mig yfir Megaviku Domino's. Vinn öll kvöld nema fimmtudagskvöldið. ég er þá að vinna þrjá 14 stunda vinnudegi í vikunni og slatta hina dagana. Það þýðir að ég verð dauður um sama leyti í næstu viku. Guð sé lof fyrir partýkvöld í boði Domino's eftir Megaviku.
Ég veit enn ekki almennilega hvað ég vil gera við mig eftir framhaldsskóla en það er svo gott að geta unnið og leitt hugann frá svoleiðis pælingum. Það er líka svo gott að geta komið ferskur aftur að svoleiðis pælingum eftir fullan vinnudag (eða viku).
Blogga meira seinna.
Kv. Helgi
-Shit happens-
Freud: "Shit is a phallic symbol"
Lawyer: "For enough money, I can get you out of shit"
Accupuncturist: "Hold still or this will hurt like shit."
Thursday, May 10, 2007
Kosningarnar handan við hornið
Ég er farinn að hafa pínkulitlar áhyggjur af fylgi Vinstri græna í komandi kosningum. Við höfum fengið mest í kringum 27% fylgi í skoðanakönnunum Gallup en erum nú komin niður í 16,5% fylgi. Margt vekur athygli mína varðandi síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins hefur t.d. skotist upp í 9,8% eftir að þau voru ekki einu sinni örugg með jöfnunarþingsæti fyrir nokkrum skoðanakönnunum síðan. Þetta er bein afleiðing þess að þeir eru að dæla peningum í kosningaherferðina sína. 10 mismunandi sjónvarpsauglýsingar, "Litli, græni kallinn" á öðru hverju strætóskýli og óteljandi kosningaloforð og slagorð. Gleypir fólk í alvörunni við þessu? Þarf ekki nema nokkrar skondnar og vel gerðar auglýsingar til að fólk gleymi síðustu árum? Svo virðist vera.
Fylgi Vinstri græna hefur dalað sem í mínum huga er bein afleiðing þess að við höfum ekki auglýst okkur jafn duglega og hinir. Nú er ég ekki styðjandi "drekkja-alþýðunni-í-auglýsingum" aðferð Framsóknar en ég sé ekkert að því að koma með nokkrar sjónvarpsauglýsingar. Sumir telja þetta vera fyrir neðan virðingu flokksins eða eitthvað álíka. En við erum í þessu til að vinna! Það dugar skammt að vera æruverðari en aðrir flokkar ef að þeir komast á þing en ekki við!
Annað yndislegt við sjónvarpsauglýsingar Framsóknarmanna er neikvæður áróður til annarra flokka. Í einni slíkri auglýsingu heyrist: "Sumir flokkar vilja netlögreglu" og mynd af Steingrími J. birtist á tölvuskjá. Beint skot á Vinstri græna. "Ekki kjósa þá, flokkurinn þeirra vill netlöggu!" Nei, sko, "flokkurinn" vill ekki netlögreglu, nokkrir innan hans vilja hafa smá eftirlit með netinu. Ég er alls ekki styðjandi þessa netlögreglu (quis custodiet ipsos custodes?) og fleiri innan flokksins eru væntanlega sammála mér. Það sem einn maður innan flokksins (jafnvel þó að hann sé formaðurinn) segir í viðtali endurspeglar skoðanir hans, ekki endilega stefnu flokksins.
Ég hvet að lokum alla til að mæta á kjörstaði og kjósa, sama hvaða flokkur það er sem fær "X"-ið ykkar. Því fleiri sem kjósa, því meiri lýðræði. Verið bara viss af hverju þið eruð að kjósa þann flokk. Ekki kjósa hann af því bara.
Kveðja, Helgi
Catholicism - "If shit happens, you deserve it"
Protestantism - "Shit happens, amen to that"
Judaism - "Why does shit always happen to us?"
Satanism - "Sneppah tihs"
Fylgi Framsóknarflokksins hefur t.d. skotist upp í 9,8% eftir að þau voru ekki einu sinni örugg með jöfnunarþingsæti fyrir nokkrum skoðanakönnunum síðan. Þetta er bein afleiðing þess að þeir eru að dæla peningum í kosningaherferðina sína. 10 mismunandi sjónvarpsauglýsingar, "Litli, græni kallinn" á öðru hverju strætóskýli og óteljandi kosningaloforð og slagorð. Gleypir fólk í alvörunni við þessu? Þarf ekki nema nokkrar skondnar og vel gerðar auglýsingar til að fólk gleymi síðustu árum? Svo virðist vera.
Fylgi Vinstri græna hefur dalað sem í mínum huga er bein afleiðing þess að við höfum ekki auglýst okkur jafn duglega og hinir. Nú er ég ekki styðjandi "drekkja-alþýðunni-í-auglýsingum" aðferð Framsóknar en ég sé ekkert að því að koma með nokkrar sjónvarpsauglýsingar. Sumir telja þetta vera fyrir neðan virðingu flokksins eða eitthvað álíka. En við erum í þessu til að vinna! Það dugar skammt að vera æruverðari en aðrir flokkar ef að þeir komast á þing en ekki við!
Annað yndislegt við sjónvarpsauglýsingar Framsóknarmanna er neikvæður áróður til annarra flokka. Í einni slíkri auglýsingu heyrist: "Sumir flokkar vilja netlögreglu" og mynd af Steingrími J. birtist á tölvuskjá. Beint skot á Vinstri græna. "Ekki kjósa þá, flokkurinn þeirra vill netlöggu!" Nei, sko, "flokkurinn" vill ekki netlögreglu, nokkrir innan hans vilja hafa smá eftirlit með netinu. Ég er alls ekki styðjandi þessa netlögreglu (quis custodiet ipsos custodes?) og fleiri innan flokksins eru væntanlega sammála mér. Það sem einn maður innan flokksins (jafnvel þó að hann sé formaðurinn) segir í viðtali endurspeglar skoðanir hans, ekki endilega stefnu flokksins.
Ég hvet að lokum alla til að mæta á kjörstaði og kjósa, sama hvaða flokkur það er sem fær "X"-ið ykkar. Því fleiri sem kjósa, því meiri lýðræði. Verið bara viss af hverju þið eruð að kjósa þann flokk. Ekki kjósa hann af því bara.
Kveðja, Helgi
Catholicism - "If shit happens, you deserve it"
Protestantism - "Shit happens, amen to that"
Judaism - "Why does shit always happen to us?"
Satanism - "Sneppah tihs"
Wednesday, May 9, 2007
Stay young, have fun, taste Helgi
Vegna skítlegheita fólk.is og gífurlegs hópþrýstings þá hef ég flutt búferlum á veraldarvefnum. Ég er ekki lengur á "www.folk.is/helgimh" heldur hér á "helgihelgi.blogspot.com".
Ástæða þess að ég valdi þetta nafn, "helgihelgi", er bæði sú að "helgi" var frátekið og líka vísun í viðurnefni mitt innan körfuboltaliðsins míns. Í leikjum er mikið gert úr því að hrópa "Vörn!" aftur og aftur eða eitthvað álíka til að koma andstæðingunum úr jafnvægi í sókninni. Það er líka merkilegt hvað það getur stundum virkað vel. Í leik fyrir löngu gerði ég þetta en hrópaði, í staðinn fyrir "Vörn!", "Helgi!" aftur og aftur. Þjálfaranum fannst ég ekki spila nægilega góða vörn í það skipti og sagði liðinu í næsta leikhléi að vera ekki að spila "HelgiHelgi"-vörn. Það hefur síðan fest við mig, þó að ég hafi bætt vörnina mína til muna (að mínu mati, allavega).
Kveðja, Helgi
P.S: Kíkið á www.sloganizer.net. Frábær slagorð (þó að öll séu stolin).
Nokkrir frábærir:
"Think Helgi"
"Helgi - just do it"
"Always the real thing, always Helgi"
"Buy Helgi now!"
og langbestu:
"Naughy little Helgi"
"Helgi, since 1845"
Ástæða þess að ég valdi þetta nafn, "helgihelgi", er bæði sú að "helgi" var frátekið og líka vísun í viðurnefni mitt innan körfuboltaliðsins míns. Í leikjum er mikið gert úr því að hrópa "Vörn!" aftur og aftur eða eitthvað álíka til að koma andstæðingunum úr jafnvægi í sókninni. Það er líka merkilegt hvað það getur stundum virkað vel. Í leik fyrir löngu gerði ég þetta en hrópaði, í staðinn fyrir "Vörn!", "Helgi!" aftur og aftur. Þjálfaranum fannst ég ekki spila nægilega góða vörn í það skipti og sagði liðinu í næsta leikhléi að vera ekki að spila "HelgiHelgi"-vörn. Það hefur síðan fest við mig, þó að ég hafi bætt vörnina mína til muna (að mínu mati, allavega).
Kveðja, Helgi
P.S: Kíkið á www.sloganizer.net. Frábær slagorð (þó að öll séu stolin).
Nokkrir frábærir:
"Think Helgi"
"Helgi - just do it"
"Always the real thing, always Helgi"
"Buy Helgi now!"
og langbestu:
"Naughy little Helgi"
"Helgi, since 1845"
Subscribe to:
Posts (Atom)