
Dwayne Wade: "Man, I look gooood..."
Lebron James: [This better get me a championship ring...]
Þá er bara spurning hverjir vilji taka að sér hinar 13 stöðurnar í liðinu fyrir engan pening? Málið er að öll lið þurfa að hafa 16 leikmenn á samning (gæti verið 14 eð 18) og samkvæmt NBA.com þá eru 4 menn í liðinu þeirra á samningi: Lebron, D-Wade, Bosh og Mario Chalmers. Kóngarnir hafa allir fallist á að taka minni laun en þeir gætu beðið um til að Miami geti fengið góðan stuðning við þá.
Í fyrra fékk D-Wade $15,779,912 í laun hjá Miami Heat. Ef gert er ráð fyrir að hinir tveir þiggi svipuð laun þá hefur Miami eytt u.þ.b. $48,000,000 í þrjá leikmenn.
Launaþakið fyrir 2010-2011 verður $58,044,000 en lið mega slaga upp í $70,307,000 áður en þau fara að greiða sektir. Til þess að lið megi borga leikmönnum meira en launaþakið leyfir þurfa þau að nýta ákveðnar undanþágur. Miami á þá $10,044,000 upp í launaþakið og $12,263,000 ofan á það. Undanþágur geta verið flóknar en eru í raun þannig að laun sumra leikmanna geta verið undanþegin frá launum liðsins svo það sé undir launaþakinu. Allt um þetta hér (undanþágur er liður nr.19). Ef lið fer yfir $70,307,000 þá borgar það $1 fyrir hvern $1 sem það er yfir.
Miami hefur í mesta lagi $22,307,000 til umsýslu á þessu ári (ef þeir vilja ekki borga tvöfalt fyrir hvern dollara eftir það). Chalmers fær $854,389. $21,452,641 eftir. Orðrómar eru um að Mike Miller, 3 stiga sérfræðingurinn, sé á leið til þeirra. Laun hans í fyrra voru $9,780,957. Jafnvel þó hann taki talsverða launalækkun þá er fáranlegt að ætlast til að hann taki minna en $5,000,000. Derek Fisher, gamalreyndi leikstjórnandi Lakers, fékk skítaboð frá Lakers ($2,500,000) og eru Miami að reyna fá hann í raðir sínar. Þeir hljóta að bjóða honum $3,000,000-$5,000,000. Nú eru sex leikmenn á samningi og Miami á ca. $12,000,000 eftir.
UPPFÆRT: Fisher verður áfram hjá Lakers. Hann hafnaði boði Miami og tilkynnti á vefsíðu sinni að hann yrði áfram hjá Lakers. Hann sagði: "While this may not be the most lucrative contract I've been offered this off season, it is the most valuable." Þar hafið þið það.
Þá vantar líka miðherja. Bosh er ekki nógu sterkur varnarlega og það verður einhver að frákasta öll skotin sem kóngarnir (og Miller) eiga eftir að taka. Jamaal Magloire og Juwan Howard hafa báðir verið í sambandi við Miami og eru báðir nokkuð reyndir (Magloire er á sínu 9. ári í deildinni og Howard á sínu 16.) stórir menn sem flækjast lítið fyrir stjörnunum í liðunum sem þeir spila með. Góðir stuðningsleikmenn. Hvorugur þeirra má þiggja minna en ca. $1,200,000 og eru ekki í aðstöðu til að krefjast hárra launa.
Úr Summer League hafa nokkrir efnilegir verið að spila fyrir Miami, þeir Hasbrouck, Randolph og Scheyer. Kenny Hasbrouck og Jon Scheyer eru bakverðir á fyrsta ári og Shavlik Randolph er framherji sem hefur verið í deildinni í 5 ár en ekki fengið mikinn séns. Saman myndu þeir þrír kosta u.þ.b. $2,000,000.
Það er ljóst að Miami getur alveg skrapað einhverjum saman ef allir taka launalækkun og undanþágur ganga upp. Þetta verður samt nokkuð mikið maus, ímynda ég mér. Pat Riley er samt klókur eigandi. Fyrst hann náði þremur ofurstjörnum saman hlýtur hann að geta hóað saman tylft af leikmönnum í kringum þá. Það er bara spurning hve góð sú tylft verður. Kemur í ljós.
Hér er svo listi yfir þá sem hafa skrifað undir nýja samninga þann 11.júlí fyrir komandi tímabil:
7 comments:
Forvitnileg lesning þarna, gott framtak hjá þér Helgi minn.
Eins og ég segi, Heat er kannski með sterkari þrjá einstaklinga en Lakers til dæmis, Lebron, Wade og Bosh ættu að reynast stærri bitar en Kobe, Artest og Gasol, svo hafa Miami Mario Chalmers og 10 Mill. $. Lakers hafa Fisher, Vujacic, Bynum, Morrison, Farmar (sem er þó væntanlega að fara eða farinn, hef ekki lesið nýjustu fréttir), Morrison og fleiri. Hræddur um að Meistararnir hljóti að teljast sterkari allavega næsta árið.
Samt gaman að lesa þetta, spurning hvort þú ættir að senda þetta á karfan.is og taka þá út þínar persónulegu skoðanir?
Fróðlegt. Heimskulegt commentið samt hjá Sigga. Ættir að banna comment á síðunni ef þú telur þig ekki hafa tíma til að fylgjast nægilega vel með henni til að henda svona rugli strax út. Miami verður klárlega með betra lið þó að Gasol sé betri en Bosh.
Bjarni: Eins og ég skrifaði í blogginu þá er Bosh enginn varnarmaður sem sést best á því að Toronto leyfði á seinustu leiktíð flest stig í vítateignum (það má kannski þakka það Turkoglu, sömuleiðis). Gasol á eftir að kremja hann. Það mega annars allir vita að Siggi sé pínu vitlaus stundum ;)
Siggi: Ég er farinn að hallast að því að þú gætir mögulega sagt satt. Miami gæti þurft eitt ár til að hrista sig saman og ná í lið. Þetta er pæling með Körfuna.is. Ég er samt líka að pæla að segja Körfunni.is stríð á hendur og verða alltaf með betri og skemmtilegri pistla en þeir.
Djöfull er ég að fýla það Helgi, Karfan.is á ekki séns!
en í sambandi við Heat, að þá held ég að ef að þessir þrír ná vel saman á ekkert lið möguleika í þá, en svo gæti þetta líka farið út í það að LeBron vill vera 'The king' eða eins og Chris Bosh sagði vildi hann vera sá leikmaður sem byggt væri í kringum, eða að D-Wade sem er mikill ballhogger gæti haldið áfram að vera ballhogger.
Bjarni þú gerir þér grein fyrir því að allt sem þú hefur sagt í vetur hefur verið 100% vitlaust. Fyrst spáðiru Cavs titlinum, svo fór sem fór, svo spáðiru því að Suns myndu vinna Lakers, sem gerðist aldrei, svo spáðiru því að Boston myndi taka Lakers... svo helduru áfram að reyna að tala skít við þér æðri og gáfaðari menn.
Helgi minn ég vil ekki hafa það að þú sért að upphefja nokkuð sem þessi hryðjuverkamður segir.
Hryðjuverkamaður? Er það ekki heldur gróft? Er Bjarni kominn með alskegg og farinn að líta út eins og útlagi?
Ekkert af því sem þú sakar mig um á við rök að styðjast, þú sem kallar þig Siggi Haff. Ekki nema þá það að ég spáði Cleveland titlinum. Og það getur ekki talist neitt hryðjuverk að hafa rangt fyrir sér þar, því að allir aðrir en þeir sem spáðu Lakers sigri höfðu einnig rangt fyrir sér. Það gerir sennilega u.þ.b. 85% spámananna að hryðjuverkamönnum ef þín kenning er rétt.
Post a Comment