Jæja, 31. desember og ég hef ekki bloggað í langan tíma. Eitt gott ársskeyti til allra bara upp á grínið.
Í ár hélt ég áfram að stunda nám í íþróttafræði hjá HÍ á Laugarvatni. Ég féll í engu á vorönninni og hef sömuleiðis náð öllu haustönninni sem var að ljúka. Fínar einkunnir (sumar betri en aðrar) en ég á að geta betur. Ég er ekki að leggja mig allan fram og verð að standa mig betur. Ég hef nokkrar hugmyndir um hvernig skal gera það og læt vita við seinna tækifæri hvernig gekk.
Laugdælir komust ósigraðir upp úr 2. deildinni síðasta vor og hafa farið heldur illa af stað í 1. deildinni í haust. Við höfum unnið 2 leiki af 9 og erum því botnsætinu ásamt 3 öðrum liðum (Höttur, Ármann og Leiknir).
Ég hef ekki staðið mig sem skyldi og hef ekki bætt mig frá seinasta tímabili. Ég notaði ekki sumarfríið til að koma mér í gott form en er að taka mig á. Mér finnst eins og ég hef ekkert nýtt haustið til neins og ætla að gera betur.
Jólin voru fín, fékk tvær bækur, nærbuxur og flugmiða til Boston ásamt miða á NBA-leik milli Celtics og New Orleans Hornets.
Ég er að fara á leikinn núna og get ekki beðið! Fyrsti NBA-leikurinn sem ég sé! Því miður missi ég af Garnett (hann meiddist sama kvöld og ég lenti í Boston) en Rondo er líklegur til að spila! Við erum reyndar að fara að missa af lestinni! Meira þegar ég kem aftur á eftir!
No comments:
Post a Comment