Friday, December 14, 2007

Hvað ég vil um jólin...

Ég er eilítið óheppinn um þessi jól. Fyrir 2 mánuðum tognaði ég mjög óheppilega á vinstri úlnlið. Mér batnaði pínku og svo versnaði mér. Ég var í spelku og svo ekki. Ég fór til læknis sem sagði að ég væri tognaður og þyrfti ekki á röntgen að halda, ég væri bara tognaður og hefði byrjað of snemma að æfa aftur. Fyrir nokkrum dögum tók ég hins vegar eftir því að ég hafði litínn sem engan hreyfanleika í vinstri úlnliðnum. Þá var ég loks sendur til bæklunarlæknis, í dag. Það tók hann 30 mínútur og klink að sjá að ég hefði brotið bein í úlnliðnum. Frá fyrsta degi hef ég verið brotinn. Jæja, ég er kominn í gips og verð það fram yfir jólin.

Þetta er að sjálfsögðu leiðinlegt, þessu hefði mátt kippa í lag fyrir löngu. Ég gæti hugsanlega verið að útskrifast án gips. Ég gæti borðað jólarjúpuna án vandræða. Ég gæti skotið upp flugeldum án þess að eiga á hættu að kveikja í gipsinu. Þetta síðasta dæmi er örugglega mjög ólíklegt, en þið skiljið hvað ég meina. Þetta er því miður ekki það versta.

Bæklunarlæknirinn sagði mér að það gæti verið að þetta beinbrot leiði til þess að ég geti ekki spilað körfubolta í framtíðinni. Ég hafði svo sem aldrei hugsað mér að verða atvinnumaður, en ég vildi trúa því að ég gæti verið að spila körfubolta með einhverju íslensku liði þangað til að ég væri orðinn þrjátíu og eitthvað.

Risastór leiðindi. Mörg lítil mistök (engin röntgen-myndataka, engar áhyggjur frá læknaforeldrunum, o.s.frv.) geta gert svona risastór leiðindi. Fokk...

Jólin í ár verða sérstök. Ég mun fá litlar eða engar gjafir því að ég útskrifast og flestir munu gefa mér eina gjöf í stað tveggja. Mér er reyndar sama, hef ekki HUGMYND hvað ég vil fá í útskriftar-, jóla- eða afmælisgjöf (sem er mánuði eftir jólin, 24. janúar). Eina athugasemd mín er þessi: svo lengi sem það er pínulítil pæling í gjöfinni og að hún sé frá hjartanu verð ég ánægður.

Skrítin tilfinning að vera sama um jólagjafirnar. Hehe, fyrir fáeinum árum var það eini tilgangurinn með jólunum. Nú er ég að verða eldri og sjá fleiri litla góða hluti við hátíðina. Gleðina, góðvildina, samheldnina. Allt mjög fallegt og miklu verðmætara en einhver rándýr gjöf úr einhverri búð sem hefur hækkað öll verð einmitt vegna jólanna.

Ef að ég nenni ekki að blogga fram að jólum (sem gæti alveg verið), bið ég alla vini og vandamenn sem lesa þetta blogg að lifa vel og eiga
Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár!


Jólakveðja (hugsanlega), Helgi

Lag dagsins: "Have Yourself A Merry Little Christmas" eftir einhvern djúpraddaðan snilling

Saturday, December 8, 2007

Prófin búin

Nú er allt búið.

Sá þetta um daginn. Þetta er einn besti, fyndnasti, áhugaverðasti og mest fræðandi fyrirlestur sem ég hef nokkrun tímann séð. Djúpt, þetta...



Kv. Helgi

Lag dagsins: "Still Alive eftir Jonathan Coulton. Lagið sem að spilar í lokin á Portal þegar að þú hefur unnið hann.

Hehehe....

Thursday, December 6, 2007

Frægur/illræmdur

Alveg ótrúlegt, þetta unga fólk í dag. Var að hlusta á fréttir Sjónvarpsins áðan og það komu tvær fréttir um unga menn, einn íslenskan og einn bandarískan.

Það sem sá íslenski, sem heitir Vífill og er 16 ára, gerði fékk mig til að hlæja upphátt. Gaurinn hafði einhvern veginn komist yfir óopinbert símanúmer Hvíta Hússins í Washington, D.C. og hafði hringt í það. Hann sagðist vera Ólafur Ragnar og gaf upp upplýsingar um fæðingardag og eitthvað og bað um símaviðtal við Bush næsta mánudag.

Það varð þó ekkert af því vegna þess að lögreglan á Akranesi heimsótti hann og spurði hvernig hann hefði komist yfir númerið. Hann kvaðst ekki hafa haft neitt illt í hyggju og ætlaði einungis að bjóða Bush í heimsókn á Klakann. Hann sagðist heldur ekki muna hvaðan hann hafi fengið númerið, en það sé þó nokkuð síðan hann hafi fengið það. Símtalið kostaði hann 300 krónur.

Mér finnst þetta yndisleg frétt og frábært hjá þessum strák. Öllum finnst þetta fyndið, nema Bandaríkjastjórn. Takið eftir að hann borgaði 300 kr. fyrir símtalið, en pælið í öllum dagsverkunum sem fóru í þetta. Þetta hefur kannski farið inn á borð hjá CIA og þeir hafa greint samtal Vífils og einhvers ritara í Hvíta Húsinu. Lolz á bandarísku ríkisstjórnina!

Sá bandaríski gerði ekkert fyndið sem komst í fréttirnar. Hann skaut 8 manns til bana í verslunarklasa í Bandaríkjunum og skaut svo sjálfan sig. Hann var 19 ára. Í fréttum Sjónvarpsins var sýnd mynd af kauða og nafn hans kom fram. Ég ætla hins vegar að gefa hvorugt upp því að mér finnst hann ekki eiga það skilið.

Ástæðan er sú að í "sjálfsvígsbréfi" hans sagðist hann ætla að verða frægur. Hann átti slæman dag og ákvað að drepa sig. Svo að enginn misskilji finnst mér hræðilegt að þessi strákur hafi átt svo slæman dag að hann sæi engan tilgang í því að halda áfram að lifa. En hvað með að drepa ekki 8 manns í leiðinni?! Hann var með byssu, gat hann ekki bara verið í íbúð sinni, tottað hlaupið og látið vaða?! Hvað er að svona fólki?!?!?! "Nú verð ég frægur," var það sem hann skrifaði í sjálfsvígsbréfið sitt.

Nei, nú ert þú illræmdur. Reyndar ekki, það myndi þýða að hann væri enn á lífi (held ég). Lýsi hér með eftir almennilegri þýðingu á orðinu "infamous".

Gerið það fyrir mig, góðu lesendur, að Google-a ekki þessa frétt. Þá mun þessi bandaríski, sjálfselski strákur hafa fengið það sem hann vildi. Lélegt af Sjónvarpinu að gefa honum slíka frægð, að nafngreina hann. Ótrúlegt.

Kv.Helgi

P.S.: Alræmdur? Betra orð?

Ég á Hressó. Er ég ekki sætur?

Monday, December 3, 2007

Takið eftir, Takið eftir, Allir geta núna Kommentað

Smá tilkynning: Ég *held* að hver sem vilji geti kommentað hérna núna, þú þarft ekki að skrá þig og einhver læti. Vinsamlegast látið vita ef að þetta virkar ekki

Stereótýpur: kafli 1

Stereótýpur, sem á betri íslensku nefnast staðalímyndir, fara í taugarnar á mér. Þær eru margar og flestar neikvæðar. Ég er að pæla í því að fara taka nokkrar staðalímyndir og kryfja þær til mergjar. Bara eina í einu og ekki oftar en tvisvar á mánuði (ef þá svo oft). Fyrsta fórnarlamb mitt er......:

Íslenskar stelpur eru lauslátar

Ég datt inn á spjallþráð á Huga.is um daginn sem var að ræða meint lauslæti íslenskra stelpna, að það að ferðast til Íslands væri pottþétt leið til að fá drátt. Þetta er mistúlkun á mjög margan hátt, að mínu mati.

Til að byrja með er verið að einblína á einn hóp en ekki heildina. Siggi Pönk (don't ask) lýsti þessu mjög skemmtilega: "Á hverju laugardagskvöldi fara, segjum bara 10.000 manns niður í bæ. Daginn eftir er forsíðufrétt í blaðinu sem segir frá 7 barsmíðum sökum drykkju í miðbænum. En hvað með þau 9.993 sem fóru heim og sváfu bara úr sér?" Já, það eru nokkrar stelpur til á Íslandi (og í öllum heiminum) sem sofa hjá öllu með hjartslátt og verða grafnar í Y-laga líkkistu. En svona eru ekki *allar* stelpur Íslands. Margar sofa ekki hjá fyrr en þær eru 18-20 ára (meira að segja seinna) og það er ekki því að þær eru óálitlegar. Þær bara sofa ekki hjá hverjum sem er. Aðrar stelpur segjast (mér finnst þetta alltaf jafn ótrúverðugt) hafa sofið hjá 10-15 strákum fyrir 16 ára afmælið sitt. Báðir pólar eru til.

Staðalímyndir einbeita sér að einum minnsta og neikvæðasta hópi heildarinnar og allur hópurinn líður fyrir það.

Hefur einhverjum líka dottið í hug að íslenskar stelpur séu bara einfaldlega ákveðnari en aðrar stelpur? Bandarískar stelpur bíða eftir að strákar reyni við þær. Íslenskar stelpur (þær ákveðnu, allavega) bíða ekkert eftir drengjunum, þær sækja í þá. Þannig gætu þær *virðst* vera lauslátari, þegar að þær eru í raun bara ákveðnari og hugsanlega sjálfstæðari en hinar stelpurnar úti.

Annað er að á Íslandi er engar fastar stefnumóta-hefðir (hvað sem það nú er). Íslendingar þekkja ekkert þriggja-stefnumóta-regluna eða neitt svoleiðis. Við hittumst bara, spjöllum og sjáum svo bara til. Kannski sofum við saman eftir fyrstu kynni, kannski ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna. Ekki jafn miklar skorður á þessu og sums staðar úti í löndum.

Sem sagt: Íslenskar stelpur eru ekki lauslátar upp til hópa, þær eru bara ákveðnar og vita hvað þær vilja.

Færslu lýkur.

Kv. Helgi

Go Deep!

Ég nenni ekki að blogga í dag, prófalesturinn í fullum gír. Læt duga nokkrar fyndnar myndir:

Ef að þið þurfið útskýringu á þessum brandara, þá gef ég hana ekki...

Gaur með bolta: Go Deep!
Svarti gaur: How can free will coexist with divine preordination?
Gaur með bolta: (hugsi).........Too deep.
Svarti gaur: If Batman died, would The Joker be happy?

Mmmmmmmmmm.....................cupcakes......................

Kv.Helgi