Það er nú aldeilis brjálæðið. 3 blogg á rúmum sólarhring. Crazy shit. Vildi bara aðallega sýna öllum þessar tvær síður. Ég er orðinn paranoid af þessu. Pældu í því hvað Bandaríkin eru hugsanlega twisted, að hafa kannski gert þetta.
Pentagon Strike
Signs of the Times
Skrítin tilviljun að það er líka önnur síða sem heitir Signs of the Times, en hún er síða fyrir The Westboro Baptist Church. Þau hata í raun alla nema þá sem fylgja kirkju þeirra, um það bil 40 manns sem búa öll í sama hverfi og hafa sama bakgarð (í alvörunni, öll húsin tengjast að aftan gegnum garðana). Þau trúa því að allt sem gerist sé frábært því að Guð hafi látið það gerast. Þau segja að vegna stuðnings meirihluta Bandaríkjanna við homma og alls kyns öðruvísi kynlíf séu þau óvinir Guðs. Þau hafa meðal annars sagt: "Thank God for 9/11", þ.e.a.s. þau trúa því að Guð hafa valdið árasinni á Tvíburaturnana og að því sé það eitthvað til að þakka fyrir. Brjálað fólk.
Sá heimildamynd um daginn með Louis Theroux þar sem að hann lifir með þessu fólki í þrjár vikur. Þau eru af mörgum kölluð mest hataða fjölskylda Bandaríkjanna. Ég horfði á það og ég þurfti oft að stoppa til að bíða eftir að hrollurinn liði úr mér. Magnaður skítur. Sárast þótti mér að sjá eina unga konu safnaðarins neita sér um svo marga saklausa hluti. Hún var dóttir konnunar sem stjórnaði söfnuðinum og henni datt ekki í hug að fara á stefnumót (ekki einu sinni pæla í strákum), sem var synd því að hún var mjög sæt. Í lok myndarinnar fór hún svo að tala að hún væri að vernda sig, vera trú fjölskyldunni. Hún sagði að vegna uppeldis síns (það að hún væri dóttir þessa fólks) þá hefði hún verið hötuð og fjölskyldan hefði stutt hana gegnum einsemdina.
Allir verða að sjá þessa mynd, hún er mögnuð. Þetta fólk er svo brjálað að það hálfa væri nóg. Mér þótti leitt með þessa stelpu, að hún skyldi ekki þekkja annað en þetta líf og skoðanir fjölskyldu sinnar. Það er því miður ekki hægt að bjarga öllum, sumir eru bara óheppnir. Þetta er líka fyndin mynd því að stundum eru samræðurnar svo fáranlegar:
Louis: "What if you don't believe in the Bible?"
Jael (sæta, elsta dóttirin): "Then you go to Hell."
Louis: "Am I going to Hell?"
Jael (skælbrosandi af einhverri ástæðu): "Yes, Louis, you are."
Kv. Helgi
Lag dagsins:
Where Is The Love eftir Black-Eyed Peas. Hættið að hata, share the love.
Tilvitnun dagsins (svona nokkurn veginn, öllu heldur rifrildi):
Steve (trúr Westboro Baptist kirkjunni): Them Jews killed Christ and he hates 'em.
Louis (eilítið reiður, en merkilega rólegur): Newsflash, Brainiac! Jesus Christ was Jewish!
Steve (nánast froðufellandi): Newsflash, Brainiac! Jesus Christ was GOD!
Aukapunktur dagins:
Chicago, litið til suðurs, afhverju ætli þetta heiti "suður"?
Thursday, September 20, 2007
Wednesday, September 19, 2007
Heilinn minn er að springa.....
Engar áhyggjur, þetta er ekkert hættulegt, en ég bara finn fyrir heilanum allt í einu og það er pínku sárt.
Ég var að enda við að lesa röksemdafærslu Platóns um frummyndir, eða ég held það allavega. Ég las viðræður hans við einhvern Glaucon þar sem að hann setur upp dæmi. Menn eru hlekkjaðir inn í helli sem hefur op út í sólarljósið. Þeir eru allir hlekkjaðir svo að þeir geti ekki snúið höfðinu eða farið neitt, þeir geta aðeins séð skuggamyndir sínar sem varpast á vegginn sökum ljóssins og báls í miðjum hellinum.
*Pása*
eru allir enn með á nótunum? Virkar flókið, en þetta er snilld.
*Pásu lýkur*
Ef að þessir menn hafa alltaf verið svona þá getur ekki annað verið en að þeir gangi að því vísu að skuggarnir séu þeir sjálfir og að hreyfingar í skuggunum sem að þeir valda ekki hljóti að vera aðrir einstaklingar. Þeir heyra í hvor öðrum og tengja raddirnar við þennan raunveruleika þeirra.
*Pása*
Þeir sem sagt alast upp við skuggamyndir og eftirmyndir sem að þeir álykta að séu þeir sjálfir og aðrir í þeirra heimi.
*Pásu lýkur*
Ef að einn þessarra yrði losaður og leyft að líta fyrir aftan sig og ganga út úr hellinum í ljósi yrði þetta mjög sársaukafull reynsla, í fyrstu. Svo, eftir þó nokkurn tíma hefði hann vanist ljósinu og sæi þá heiminn utan hellisins og sæi fegurð umheimsins, jörðina, sólina og tunglið og stjörnurnar.
Svo kæmi hann aftur í hellinn til að heimsækja vini sína (eða eitthvað, ég er aðeins að umorða þetta) og þó að hann sæi betur en hinir þyrfti hann að venjast myrkri hellisins og ætti erfitt með að tjá sig við hinu mennina vegna þess að skilningur hans er ekki lengur sambærilegur. Þeir sjá bara skugga á veggjum, en hann sér þá eins og þeir eru í raun. Þetta gæti valdið gremju frá nokkrum og hræðslu hjá öðrum og aðrir myndu einfaldlega telja hann brjálaðan.
Maðurinn sem slapp úr hellinum sér sem sagt frummyndirnar á meðan að mennirnir sjá bara eftirlíkingar og skugga. Það er minnst skemmtilega á þetta á vísindavef HÍ. Það vita allir hvað jöfnuður er, þó er ekkert til í heiminum sem er -*nákvæmlega*- jafnt efnislega. Við vitum hvað jöfnuður er því að við þekkjum jöfnuðar - jöfnuðinn sjálfan.
.....Stay with me......
Hann fer svo að tala um að upplýstir menn (líkt og hann?) verði að koma niður úr hásætum viskunnar og blanda sér í minni mentaðari hópanna, þannig haldist ríkið jafnt og ánægt. Þeir sjái betur en hinir, líkt og frjálsi maðurinn í hellinum, en þegar að augu þeirra venjist myrkrinu þá sjái þeirra margfalt betur en fangarnir.
Svo kemur hann með skemmtilega pælingu tengda hinu að þeir bestu í stjórnunarhlutverk eru þeir sem vilja ekkert með þau hafa. Þeir sem eru í raun ofhæfir séu bestir, því að þeir kæri sig í raun ekki um hlutverkið, þó að þeir vinni það vissulega vel. Þeir sem ásælast konungssætið eða hvað það nú er eru ekki jafn góðir. Þeir vilja stjórna af sjálfselskum ástæðum (frægð, frami, you name it) en hinir, hinir upplýstu, kæri sig ekki um að stjórna en gera það samt, því að þess er krafist af þeim. Meikar sens.
Meh, þetta var heldur hrá útskýring á þessu, en mér er sama, ég hef edit option-ið. Hahaha.
Kv. Helgi
(kannski þetta sé allt bara kjaftæði, þessi heimspeki...)
DÚNDUR-pæling dagsins:
Í lokin á þessu samtali fer Platón að taka dæmi af fyrstu frummyndunum, þær sem séu óbrjótanlegar og fullkomnari en allt. Hvernig getum við t.d. sannað að tölur (numbers) séu til? Ég stoppaði verulega á þessarri spurningu. Svör óskast.
Punktur dagsins:
Platón þoldi ekki málverk, hann sagði að þau væru "eftirmyndir eftirmynda" (í lausri þýðingu).
Lag dagsins (THE SEQUEL!):
Headspin eftir Lukas Rossi. Viðeigandi. Var aldrei almennilega sáttur við að hann hefði unnið, en ég tek hann í sátt út af þessu lagi. Mjög flott.
Ég var að enda við að lesa röksemdafærslu Platóns um frummyndir, eða ég held það allavega. Ég las viðræður hans við einhvern Glaucon þar sem að hann setur upp dæmi. Menn eru hlekkjaðir inn í helli sem hefur op út í sólarljósið. Þeir eru allir hlekkjaðir svo að þeir geti ekki snúið höfðinu eða farið neitt, þeir geta aðeins séð skuggamyndir sínar sem varpast á vegginn sökum ljóssins og báls í miðjum hellinum.
*Pása*
eru allir enn með á nótunum? Virkar flókið, en þetta er snilld.
*Pásu lýkur*
Ef að þessir menn hafa alltaf verið svona þá getur ekki annað verið en að þeir gangi að því vísu að skuggarnir séu þeir sjálfir og að hreyfingar í skuggunum sem að þeir valda ekki hljóti að vera aðrir einstaklingar. Þeir heyra í hvor öðrum og tengja raddirnar við þennan raunveruleika þeirra.
*Pása*
Þeir sem sagt alast upp við skuggamyndir og eftirmyndir sem að þeir álykta að séu þeir sjálfir og aðrir í þeirra heimi.
*Pásu lýkur*
Ef að einn þessarra yrði losaður og leyft að líta fyrir aftan sig og ganga út úr hellinum í ljósi yrði þetta mjög sársaukafull reynsla, í fyrstu. Svo, eftir þó nokkurn tíma hefði hann vanist ljósinu og sæi þá heiminn utan hellisins og sæi fegurð umheimsins, jörðina, sólina og tunglið og stjörnurnar.
Svo kæmi hann aftur í hellinn til að heimsækja vini sína (eða eitthvað, ég er aðeins að umorða þetta) og þó að hann sæi betur en hinir þyrfti hann að venjast myrkri hellisins og ætti erfitt með að tjá sig við hinu mennina vegna þess að skilningur hans er ekki lengur sambærilegur. Þeir sjá bara skugga á veggjum, en hann sér þá eins og þeir eru í raun. Þetta gæti valdið gremju frá nokkrum og hræðslu hjá öðrum og aðrir myndu einfaldlega telja hann brjálaðan.
Maðurinn sem slapp úr hellinum sér sem sagt frummyndirnar á meðan að mennirnir sjá bara eftirlíkingar og skugga. Það er minnst skemmtilega á þetta á vísindavef HÍ. Það vita allir hvað jöfnuður er, þó er ekkert til í heiminum sem er -*nákvæmlega*- jafnt efnislega. Við vitum hvað jöfnuður er því að við þekkjum jöfnuðar - jöfnuðinn sjálfan.
.....Stay with me......
Hann fer svo að tala um að upplýstir menn (líkt og hann?) verði að koma niður úr hásætum viskunnar og blanda sér í minni mentaðari hópanna, þannig haldist ríkið jafnt og ánægt. Þeir sjái betur en hinir, líkt og frjálsi maðurinn í hellinum, en þegar að augu þeirra venjist myrkrinu þá sjái þeirra margfalt betur en fangarnir.
Svo kemur hann með skemmtilega pælingu tengda hinu að þeir bestu í stjórnunarhlutverk eru þeir sem vilja ekkert með þau hafa. Þeir sem eru í raun ofhæfir séu bestir, því að þeir kæri sig í raun ekki um hlutverkið, þó að þeir vinni það vissulega vel. Þeir sem ásælast konungssætið eða hvað það nú er eru ekki jafn góðir. Þeir vilja stjórna af sjálfselskum ástæðum (frægð, frami, you name it) en hinir, hinir upplýstu, kæri sig ekki um að stjórna en gera það samt, því að þess er krafist af þeim. Meikar sens.
Meh, þetta var heldur hrá útskýring á þessu, en mér er sama, ég hef edit option-ið. Hahaha.
Kv. Helgi
(kannski þetta sé allt bara kjaftæði, þessi heimspeki...)
DÚNDUR-pæling dagsins:
Í lokin á þessu samtali fer Platón að taka dæmi af fyrstu frummyndunum, þær sem séu óbrjótanlegar og fullkomnari en allt. Hvernig getum við t.d. sannað að tölur (numbers) séu til? Ég stoppaði verulega á þessarri spurningu. Svör óskast.
Punktur dagsins:
Platón þoldi ekki málverk, hann sagði að þau væru "eftirmyndir eftirmynda" (í lausri þýðingu).
Lag dagsins (THE SEQUEL!):
Headspin eftir Lukas Rossi. Viðeigandi. Var aldrei almennilega sáttur við að hann hefði unnið, en ég tek hann í sátt út af þessu lagi. Mjög flott.
Andleysi
Er með nokkrar góðar hugmyndir að bloggum.....
....en nenni allt í einu ekki að skrifa.....
Læt þetta vera nóg í bili:
The World as a Village er góð leið til að gera sér grein fyrir hvað við Íslendingar erum heppin að mörgu leyti.....samkvæmt því sem stendur fyrir neðan allar tölurnar er ég hluti af ca. 0,5% heimsins......og ég ætti að vera þakklátur fyrir það.
Heimaverkefni dagsins: Verið þakklátari fyrir lífið ykkar, það er ekki slæmt miðað við 99% heimsins. Svo eiga líka allir að læra samviskusamlega heima og gera heimaverkefnin síns, hver sem þau eru.
Giant duck!
Seven deadly sins Combo Chart!
Kv. Helgi
Lag dagsins: Fix You eftir Coldplay. Fór að spila í tækinu þegar að ég var að lesa World Village dótið, þótti það viðeigandi.
....en nenni allt í einu ekki að skrifa.....
Læt þetta vera nóg í bili:
The World as a Village er góð leið til að gera sér grein fyrir hvað við Íslendingar erum heppin að mörgu leyti.....samkvæmt því sem stendur fyrir neðan allar tölurnar er ég hluti af ca. 0,5% heimsins......og ég ætti að vera þakklátur fyrir það.
Heimaverkefni dagsins: Verið þakklátari fyrir lífið ykkar, það er ekki slæmt miðað við 99% heimsins. Svo eiga líka allir að læra samviskusamlega heima og gera heimaverkefnin síns, hver sem þau eru.
Giant duck!
Seven deadly sins Combo Chart!
Kv. Helgi
Lag dagsins: Fix You eftir Coldplay. Fór að spila í tækinu þegar að ég var að lesa World Village dótið, þótti það viðeigandi.
Monday, September 10, 2007
Sky rockets in flight
Svefn er fyrir hina veiklyndu. Ég fæ alltaf bestu hugmyndirnar mínar rétt áður en að svefninn tekur mig og svo man ég ekkert af því daginn eftir. "Hey, djöfull væri sniðugt að fara að gera ______ og ________ á næstunni." Svo get ég aldrei munað þessar ótrúlegu hugmyndir morguninn eftir. Bögg ofan á bögg. Svefninn er ósigrandi, ekki ólíkt dauðanum. Munurinn er sá að dauðinn kemur aðeins einu sinni, en svefninn ber að dyrum daglega. Jæja, best að reyna sofa meira. If you can't beat 'em, join 'em.
Ég sá stelpu klædda í svartan plastpoka í dag. Er þetta tískan í dag? Allt í lagi, þetta var ekki í alvörunni ruslapoki, en peysan hennar leit svoleiðis út. Tískan er skrítinn. Það fyndna er að ég get ekki sagt að hún sé tilgangslaus. Málið með tísku (eftir því sem mér skilst) er að það/þau efni sem nóg er til af á ákveðnu tímabili er í tísku. Þetta er til þess að jafna út jafnvægið á markaðnum, held ég. Endilega leiðréttið mig ef að ég fer með vitlaust mál.
Ég er skrítinn. Eitt af því fyrsta sem að ég geri þegar að ég hitti stelpur er að meta þær sem hugsanlegar kærustur. Nánast hvaða stelpa sem að ég hitti er metin út frá persónuleika, húmor og útliti. Ég geri þetta án þess að hugsa um það og fæ svo samviskubit or sum'. Get ég ekki bara hitt stelpu og kynnst henni sem einstakling án þess að vera hugsa hvort ég eigi "séns" í hana? Blöh...
Mig vantar félaga með mér í ræktina til að sjá til þess að ég mæti og geri allt. Svo er líka alltaf gotta að fá smá stuðning þegar maður er á þriðja settinu og að deyja. Þeir/þær sem að eru í Nautilus, endilega hafið samband.
Kv. Helgi
P.S: Fyrirgefið hvað þetta blogg er eitthvað á reiki, skrifaði það yfir viku tíma, var alltaf að geyma að setja þetta á síðuna.
Tilvitnun dagsins: "What I want is to be needed. What I need is to be indispensable to somebody. Who I need is somebody that will eat up all my free time, my ego, my attention. Somebody addicted to me. A mutual addiction." -Chuck Palahniuk
(I'm sappy, so sue me)
Lag dagsins: Vertu ekki að plata mig eftir HLH og Siggu Beinteins, "Komdu með, ég vil þig" lagið. Frábært íslenskt dægurlag.
Aukapunktur dagsins: Attention shoppers, attention shoppers....Kevin Smith is a friggin' genius. That is all.
Afternoon delight
Ég sá stelpu klædda í svartan plastpoka í dag. Er þetta tískan í dag? Allt í lagi, þetta var ekki í alvörunni ruslapoki, en peysan hennar leit svoleiðis út. Tískan er skrítinn. Það fyndna er að ég get ekki sagt að hún sé tilgangslaus. Málið með tísku (eftir því sem mér skilst) er að það/þau efni sem nóg er til af á ákveðnu tímabili er í tísku. Þetta er til þess að jafna út jafnvægið á markaðnum, held ég. Endilega leiðréttið mig ef að ég fer með vitlaust mál.
Ég er skrítinn. Eitt af því fyrsta sem að ég geri þegar að ég hitti stelpur er að meta þær sem hugsanlegar kærustur. Nánast hvaða stelpa sem að ég hitti er metin út frá persónuleika, húmor og útliti. Ég geri þetta án þess að hugsa um það og fæ svo samviskubit or sum'. Get ég ekki bara hitt stelpu og kynnst henni sem einstakling án þess að vera hugsa hvort ég eigi "séns" í hana? Blöh...
Mig vantar félaga með mér í ræktina til að sjá til þess að ég mæti og geri allt. Svo er líka alltaf gotta að fá smá stuðning þegar maður er á þriðja settinu og að deyja. Þeir/þær sem að eru í Nautilus, endilega hafið samband.
Kv. Helgi
P.S: Fyrirgefið hvað þetta blogg er eitthvað á reiki, skrifaði það yfir viku tíma, var alltaf að geyma að setja þetta á síðuna.
Tilvitnun dagsins: "What I want is to be needed. What I need is to be indispensable to somebody. Who I need is somebody that will eat up all my free time, my ego, my attention. Somebody addicted to me. A mutual addiction." -Chuck Palahniuk
(I'm sappy, so sue me)
Lag dagsins: Vertu ekki að plata mig eftir HLH og Siggu Beinteins, "Komdu með, ég vil þig" lagið. Frábært íslenskt dægurlag.
Aukapunktur dagsins: Attention shoppers, attention shoppers....Kevin Smith is a friggin' genius. That is all.
Afternoon delight
Subscribe to:
Posts (Atom)