Stereótýpur, sem á betri íslensku nefnast staðalímyndir, fara í taugarnar á mér. Þær eru margar og flestar neikvæðar. Ég er að pæla í því að fara taka nokkrar staðalímyndir og kryfja þær til mergjar. Bara eina í einu og ekki oftar en tvisvar á mánuði (ef þá svo oft). Fyrsta fórnarlamb mitt er......:
Íslenskar stelpur eru lauslátar
Ég datt inn á spjallþráð á Huga.is um daginn sem var að ræða meint lauslæti íslenskra stelpna, að það að ferðast til Íslands væri pottþétt leið til að fá drátt. Þetta er mistúlkun á mjög margan hátt, að mínu mati.
Til að byrja með er verið að einblína á einn hóp en ekki heildina. Siggi Pönk (don't ask) lýsti þessu mjög skemmtilega: "Á hverju laugardagskvöldi fara, segjum bara 10.000 manns niður í bæ. Daginn eftir er forsíðufrétt í blaðinu sem segir frá 7 barsmíðum sökum drykkju í miðbænum. En hvað með þau 9.993 sem fóru heim og sváfu bara úr sér?" Já, það eru nokkrar stelpur til á Íslandi (og í öllum heiminum) sem sofa hjá öllu með hjartslátt og verða grafnar í Y-laga líkkistu. En svona eru ekki *allar* stelpur Íslands. Margar sofa ekki hjá fyrr en þær eru 18-20 ára (meira að segja seinna) og það er ekki því að þær eru óálitlegar. Þær bara sofa ekki hjá hverjum sem er. Aðrar stelpur segjast (mér finnst þetta alltaf jafn ótrúverðugt) hafa sofið hjá 10-15 strákum fyrir 16 ára afmælið sitt. Báðir pólar eru til.
Staðalímyndir einbeita sér að einum minnsta og neikvæðasta hópi heildarinnar og allur hópurinn líður fyrir það.
Hefur einhverjum líka dottið í hug að íslenskar stelpur séu bara einfaldlega ákveðnari en aðrar stelpur? Bandarískar stelpur bíða eftir að strákar reyni við þær. Íslenskar stelpur (þær ákveðnu, allavega) bíða ekkert eftir drengjunum, þær sækja í þá. Þannig gætu þær *virðst* vera lauslátari, þegar að þær eru í raun bara ákveðnari og hugsanlega sjálfstæðari en hinar stelpurnar úti.
Annað er að á Íslandi er engar fastar stefnumóta-hefðir (hvað sem það nú er). Íslendingar þekkja ekkert þriggja-stefnumóta-regluna eða neitt svoleiðis. Við hittumst bara, spjöllum og sjáum svo bara til. Kannski sofum við saman eftir fyrstu kynni, kannski ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna. Ekki jafn miklar skorður á þessu og sums staðar úti í löndum.
Sem sagt: Íslenskar stelpur eru ekki lauslátar upp til hópa, þær eru bara ákveðnar og vita hvað þær vilja.
Færslu lýkur.
Kv. Helgi
No comments:
Post a Comment