Afsakið töfina milli skrifa hjá mér, það hefur verið nóg í gangi hér á Vatninu. Fer að skrifa meira hér á næstunni.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að henda inn pistli eldsnöggt var sú að ég er reiður. Ég les ekki mikið af fréttum því að engin blöð fást á Laugarvatni, ekki einu sinni Fréttablaðið, og ég gleymi alltaf að kíkja inn á mbl.is og vísi.is og þess háttar. Mundi þó eftir því í morgun og sá þá fréttina um kúbversku feðgana, sem er mest lesna frétt á mbl.is síðan í morgun. Ég man að ég sá fyrirsögnina fyrir nokkrum dögum en vissi ekki hvað stóð að baki. Hélt að þetta væri mögulega pólitískt eða eitthvað.
Ó nei. 18 ára pilturinn, sem er íslenskur ríkisborgari og hefur búið hér til margra ára, átti "vingott" við íslenska stelpu. Af þeim sökum fengu feðgarnir líflátshótanir, skemmdir voru unnar á heimili þeirra og alls kyns dólgslæti þar í kring.

Þessi er vingóður
Ég á bara ekki til orð. Eru sumir Íslendingar virkilega svona miklir kynþáttahatarar?! Við búum á 21.öldinni en samt eru til menn sem leggja það fyrir sig að dekkri maður gangi um götur Reykjavíkur. Skammarlegt.
Held samt að þetta sé samt líka bara öfundsýki út í þennan "vingóða" dreng og það að hann sé að dúlla sér með þessari stelpu en ekki sá sem er að standa í hótununum og eignaskemmdunum. Leiðinlegt þegar menn fela óöryggi sitt á bak við hluti eins og kynþáttahatur og misrétti gagnvart konum. I'm just sayin'...
Kv.Helgi