Í dag hefði Bjarni Páll orðið 21 árs. Hann var góður vinur minn og kvaddi 15.júlí síðastliðinn.
Ég sakna þín, Bjarni. Ég vildi að þetta gefði ekki gerst. Ég vildi að ég hefði þekkt þig lengur og betur.
Ég hlakkaði til að sjá hvernig myndi rætast úr þér....
Þú áttir framtíðina fyrir þér, þú hefðir getað verið hvað sem er.
Þú spilaðir á fiðlu og hefðir örugglega orðið frábær tónlistarmaður.
Þú hefðir verið úrvals skátaforingi af hæstu gráðu því þú varst góðhjartaðasti maður sem ég þekkti og vildir láta gott af þér leiða.
Þú elskaðir efnafræði og hefðir getað orðið góður efnafræðingur.
Þú hefðir getað verið uppistandari eða grínisti því þú varst svo ótrúlega fyndinn. Þú hefðir mátt eiga alla bestu brandarana mína.
Þú hefðir orðið heimsins besti pabbi og allir sem þekktu þig vita það.
Ég vil ekki venjast því að tala um þig í þátíð. Þetta er ekki sanngjarnt.
Ég mun aldrei hætta að sakna þín.
-Helgi